Forritun – vefsíðugerð – stafrænar lausnir

gkolbeins logo

Tek að mér smærri verkefni í vefþróun
og stafrænum lausnum

Undanfarið hef ég sérhæft mig í vefumsjón, stafrænni þjónustu og þátttöku í teymisvinnu sem snýr að þróun opinberra lausna.

Ég hef víðtæka þekkingu á hinum ýmsu vefumsjónarkerfum, auk þess að vinna með sérsniðnar lausnir frá grunni. Reynslan nær einnig yfir hýsingarþjónustu, lén, viðmótshönnun og almennan rekstur og viðhald vefsvæða.

Ég elti áhugamálið og stunda núna, 2024-2025, nám á forritunarbraut NTV skólans, þar sem ég hef lokið tveimur af þremur önnum og stefni á að ljúka náminu í janúar 2026. Námið er hagnýtt og þróað í samstarfi við íslensk hugbúnaðarfyrirtæki og spannar alla helstu þætti hugbúnaðarsmíði.

Í náminu hef ég lært forritun með Flutter, viðmótshönnun, notendaupplifun, gerð veflausna sem virka í öllum vöfrum, gagnavinnslu ofl. Ég hef einnig fengið þjálfun í að vinna með td gagnagrunna og ytri gögn. Námið er hagnýtt og miðað að því sem forritarar þurfa að kunna í raunverulegum verkefnum.

Ég tek að mér smærri verkefni í vefþróun og stafrænum lausnum og hvet áhugasama til að hafa samband.
Frekari upplýsingar um mig má finna á LinkedIn-prófílnum mínum:
linkedin.com/in/gudrun-hildur-kolbeins

gkolbeins signature

Guðrún Hildur Kolbeins