
Gisting
Gisting í Nykhól
Við getum boðið upp á gistingu í sumarhúsunum okkar.
Á Íslandi eigum við lítið sumarhús á túninu heima.
Það er byggt árið 1984 en flutt í Nykhól 2007.
Sumarið 2022 var húsið endurnýjað að innan.
Sendið tölvupóst fyrir nánari upplýsingar og eða bókið hér. (HG00015823)
Hægt er að bóka á airbnb.is/h/nykholl eða með því að hafa samband við okkur









Gisting í Svíþjóð – Silpinge
Í Svíþjóð eigum við gamalt fallegt hús sem byggt var árið 1899.
Það er staðsett í Stora Silpinge, Blekinge í Suður Svíþjóð.
Húsið okkar er úti í sveit en þó stutt frá næstu þéttbýliskjörnum, Bräkne-Hoby og Ronneby. Einnig er stutt til Karlskrona.
Garðurinn okkar er stór, kyrrðin mikil og nágrannarnir þægilegir.
Hægt er að bóka með því að hafa samband við okkur





